Thursday, January 11, 2007

Halló heimur :)

Góðan dag! kæra fólk :)

Gleðilega jól og nýtt ár! Takk fyrir það gamla :) Hef ekkert skrifað þar sem ekkert netsamband var í Hrísey og svo er ég ekki lengur með netið heima, í vinnunni er ég nú oftast að vinna og nenni ekki að blogga ;) en ákvað að henda smá inn núna.
Ívar átti afmæli í gær :) Til hamingju með það ástin mín!!
Eins og margir aðrir fékk ég nokkrar frábærar jólagjafir :) það sem stendur hæst er BLEIKI IPODINN sem ég fékk frá Ívari!! Það greinilega virkar að skrifa hér inn! híhí
Já svo ákvað pabbi að gifta sig á nýársdag!! Þar að leiðandi bættist hellingur við fjölskylduna mína :) Ása heitir konan hans pabba og á hún fjögur börn :) Tvær fullorðnar stelpur (önnur á tvær litlar stelpur) og svo á hún tvo litla gaura sem heita Samúel og Aron og eru algjörir snillingar :) Ég er mjög ánægð með þessa viðbót og frábært að sjá hvað pabbi er hamingjusamur.

Annars eru við Ívar enn á fullu í ræktinni. Við erum ekki lengur hjá einkaþjálfara en okkur gengur bara mjög vel að vinna í þessu ein :)
Svo er ég að fara upp á Hrauneyjar á laugardaginn með Theó og líklega ætlar hún Kolla með :) Við ætlum að gista, fara í heita pottinn, búa til snjóhús, borða, sofa og hafa gaman!!

En það væri mjög gaman að sjá hverjir nenna enn að kíkja hér inn :) Heyrumst!!

Tuesday, December 05, 2006

Hugsi hugs...

Jamm og jæja, hlaut að koma að þessu en ég hélt að það yrði samt ekki alveg á næstu árum en jú!! Jú ég er farin að hugsa hvort ég ætti að finna mér eitthvað annað að gera í staðinn fyrir að kenna! ja maður gæti kannski fengið betur launað einhvers staðar annarsstaðar. Úff já já nú segið þið "hva, þú hlýtur að hafa vitað hvað launin væru léleg þegar þú fórst í Kennó" Svarið við því er NEI, jú ég vissi að það væri ekki gott en aldrei datt mér í hug að það væri svona lélegt, eins fór ég ekki í háskólanám til þess að verða rík heldur til að gera það sem ég hef unun að gera, sem er jú að kenna. En maður vill nú samt geta lifað!!

En æji ég er nú bara að hugsa um þetta, hef alls alls ekki tekið neina ákvörðun. Þetta er mér gríðalega erfitt þar sem ég hef aldrei gert neitt jafn skemmtilegt og gefandi eins og að kenna.

Ég er líka svo ótrúlega pirruð á þessum fasteignamarkaði. Mér finnst alveg ótrúlegt að fá ekki meiri hjálp frá bönkum eða ríkinu til þess að ég geti keypt mér íbúð. Jú ég er auðvitað bara algjör hálviti að flytja svona ung að heiman og fara í heimavistaskóla sem kostaði hrúgu af peningum og þar að leiðandi hafði ég ekki efni á því að spara!! Eins er ég algjör hálviti að geta ekki sparað á meðan ég var í háskólanámi og jú ég er auðvitað algjör hálviti að geta ekki sparað þegar ég er byrjuð að vinna!! Úfff fólk á auðvitað misjafna ævi, sumt fólk er tilbúið að fara að vinna 16. ára og ekki fara í skóla, sumt fólk er einfaldlega sparsamara en annað og þarf til dæmis ekki að borga leigu, námslán eða reka bíl heldur á það rosalega góða foreldra sem gera það bara fyrir mann. Þvílíkur lúxus. En svo eru auðvitað aðrir sem bara geta verið í skóla, borgað leigu og samt sparað!! Ég hefði viljað fara á námskeið með því fólki. En jamm þetta er auðvitað misjafnt, en mér finnst furðulegt að "þeir sem ráða öllu" búast við því að maður labbar úr háskólanum með tvær millur í höndunum til að borga upp í íbúð!! hmmmmm Kannski er ég bara hálviti!!

En jamm og jæja, þetta eru hugleiðingar dagsins :)

Sunday, December 03, 2006

3. desember :)

Ohh hvað þetta er spennandi bara kominn desember!! Hann byrjaði þó ekki nógu vel hjá þar sem ég fékk einhverja smá flensu á fimmtudaginn en var sem betur fer orðin laus við hana þegar ég vaknaði á laugardagsmorgunin :) en þá var nú skundað í ræktina og farið þaðan beint til mömmu þar sem við höfðum ákveðið að útrétta aðeins þar sem jólin nálgast. Ég var mjög ánægð með mig og náði ég að versla helming af jólagjöfunum og svo fórum við Ívar eftir ræktina í dag og kláruðum að versla...svona næstum. Ég á eftir að kaupa handa Ívar og hann mér :) En þetta er algjör snilld að vera búin að þessu og það er bara 3. des!!

Í gærkvöldi bauð Jóhanna og Hjörtur okkur í mat, það var alveg frábært :) :) takk fyrir okkur!! Dóttir þeirr Tanía Sól er algjört krútt og mjög svo skemmtilegur krakki :) Takk fyrir skemmtunina! En við sátum þar og spjölluðum til að ganga ellefu og þá var bara skundað heim í háttinn híhí við erum orðin svo gömul eitthvað híhí..

Mér til ómældrar ánægju ákváðum við Ívar að fljúga norður um jólin. Við s.s. fljúgum 20. des kl. 13:15......bara eins gott að ég tefst ekkert í vinnunni þar sem ég er að vinna til 12:15 híhí en svo komum við aftur heim þann 29. des, lendum um sex leytið! Ohh það verður yndislegt að komast út í ey og slaka vel á!

Annars hafið það alveg sérlega gott og ekki stressast of mikið í jólastússinu :)

Friday, November 24, 2006

Jólagjöfin í ár *blink*blin* ívar .....



:):):):)

Friday, November 17, 2006

Halló halló :)

Jæja þá hvað segir fólkið :) Best að drita hér einhverju niður :)

Nohh þá er maður búinn að vera reyklaus í tvo mánuði!! Mér hefur algjörlega tekist að snúa lífi mínu á hvolf!! Farin að borða svaka hollt, meira að segja hafragraut alla morgna.... nema á laugardögum en þá eru nammidagar :) ég er farin að fara í ræktina SEX sinnum í viku!! Eins hefur mér tekist að minnka kaffidrykkju niðrí ca. tvo til þrjá bolla á dag sem er þvílíkur munur!! Mér meira að segja tókst að koma Ívari með mér í þetta og förum við saman til þjálfa og í ræktina!! Úff hvað við erum að verða svaka flott híhíhí!! Æji ég held það sé nú í lagi að monta sig smá :)

Annars var ég að klára foreldraviðtöl í morgun og líður eins og spurninginni blöðru úfff... það tekur ótrúlega á að vera í þessum viðtölum þótt þau séu oftast bara mjög skemmtilegt en það er svo svakalegur undirbúningur fyrir þau að maður er margar vikur að undirbúa (próf o.fl) svo maður getur sagt foreldrum nákvæmlega hvar barnið þeirra stendur námslega. En nú er þetta búið í bili og farið er að líða að jólafríi (sem er fáranlegt þar sem mér finnst ég vera ný mætt í vinnu eftir sumarfrí...vá hvað tíminn ætlar að líða).

Annars líður mér einstaklega vel :) Ég hef aldrei á minni ævi verið jafn sjálfselsk!! Hugsa einfaldlega bara um að mér líði vel (og auðvitað Ívari) og geri næstum engum greiða :( sem er kannski ekki alveg sanngjarnt en ég held ég sé algjörlega búin að vinna fyrir því... vona það allavega!! En ég er nú að komast úr þeim gír sem betur fer og er farin að horfa í kringum mig híhí, það er bara svo gott að hugsa vel um sjálfa sig þegar maður vinnur þannig vinnu að mjög mikið áreiti er manns innri mann ..... vonandi er þetta skiljanlegt híhí, kannski finnst ykkur ég bara vera bulla eitthvað óskiljanlegt kjaftæði eða þá að þið vitið nákvæmlega hvernig mér líður og hvað ég meina!!

Annars er góð helgi framundan. Er að fara að hjálpa mömmu með ritgerð sem hún er að gera í skólanum sínum!! Ég er endalaust stolt af henni móður minni að drífa sig í nám og vá hvað hún er klár!! Manneskjan hefur ekki sest á skólabekk síðan hún var fimmtán ára og er algjörlega að brillera í þessu :) Svo ætla ég að fara og kaupa mér íþróttaföt á morgun þar sem það er eiginlega nauðsynlegt að eiga galla til skiptana, frekar boring að þurfa að þvo þetta á hverjum degi hehehe.... En well best að fara og athuga hvort eitthvað sé til í matinn :) Eigið góðar stundir elsku fólk og vonandi líður ykkur öllum vel!! Reyni svo að vera endalaust dugleg að skrifa :) bæbæ og góða helgi.

Thursday, October 19, 2006

Hellú!!

Hellú

OMG hvað ég hef verið hiper núna upp á síðkastið!! Er orðin hálf ofvirk held ég bara hehehe sem er nú bara nokkuð gott :) greinilega eitthvað sem er að virka með nýjum lífstíl. Annars pirrar það mig smá að sjá ekki almennilega breytingu á mér eftir allt þetta púl en það er kannski spurning um að vera pínu þolinmóður híhí. Lenti samt í því að togna á kálfa og má því helst ekki hlaupa mikið en annað er í lagi. Tók mér frí frá ræktinni í dag en fer á morgun :)

Annars er flest allt við það sama bara. Erum að fara annaðkvöld til Ragga og Línu að rifja upp Köben ferðina, skoða myndir og drekka kannski öl og Gammel dansk hehehe. En ég ætla samt mjög rólega í þetta þar sem ég er í átaki og vil nú ekki eyðileggja það með drykkju þið skiljið ;)

Mamma og Óskar pabbi fóru til Spánar í dag að fá afhenda íbúðina, ekkert smá gaman hjá þeim. Það er ekkert smá sem ég öfunda þau að komast úr þessum helv.... kulda ohhh.

Jæja í náttfötin og kúr við TV!! Bið að heilsa ykkur í bili :)

Það er kominn linkur fyrir myndir frá Köben :) Enjoy

Sunday, October 15, 2006

Sælar!!

Afsakið þið sem lítið hér reglulega inn hvað ég hef verið löt við að blogga en best að byrja á þessu aftur :):)

Það hefur nú ýmislegt gerst síðan ég bloggaði síðast. Ég fór til dæmis með Ívar til Köben í lok síðasta mánaðars. Þetta var brill brill ferð, algjörlega! Fórum með Ragga og Línu en Raggi og Ívar eru að vinna saman. Ég set inn myndir úr ferðinni fljótlega :)

Á þriðjudag hef ég verið reyklaus í þrjár vikur :) Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Löngunin er í algjöru lágmarki. Finn varla fyrir þessu :) Byrjaði svo í einkaþjálfun á mánudaginn og líst virkilega vel á. Er í baðhúsinu og fer í þjálfun þrisvar í viku og reyni svo sjálf að fara tvisvar - þrisvar..... á nú samt eftir að sjá það gerast hehehe en þar sem ég ætla að gera þetta almennilega núna þá verður maður víst að láta sig hafa það :)

En nú er víst verið að kalla á mig og þarf ég að skunda :) Skrifa meira fljótlega :D